Mariugata7_framhlid_minni

Fasteignir

Fasteignaumsjón og nýframkvæmdir

Fasteignir Búseta í tölum

Búseti býður upp á fjölbreytt úrval fasteigna

Félagið vinnur að hagsmunum núverandi og verðandi félagsmanna og tryggir umsjón, viðhald, endurnýjun og fjölgun fasteigna með hagkvæmum hætti. Með því að gerast félagsmaður í Búseta geta áhugasamir eignast búseturétt í fjölbreyttri flóru fasteigna sem er að finna í öllum sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins.

Íbúðagerðir

Staðsetning íbúða eftir póstnúmerum og sveitarfélögum

Aukin umsvif

Fjölbreytt verkefni á sviði fasteignaumsjónar

Viðhaldi og endurbótaverkefnum er sinnt af öflugu teymi eignaumsjónar ásamt fjölmörgum traustum verktökum. Eignaumsjón Búseta bætti við sig starfsmanni á árinu sem leið og getur fyrir vikið leyst stærri og fjölbreyttari verkefni.

Alls skiptu 122 búseturéttir um eigendur hjá Búseta á árinu en það er aukning upp á rúm 38% á milli ára. Einnig var mjög líflegt á leigumarkaði en alls var skrifað undir 48 leigusamninga við Leigufélag Búseta sem er sambærilegt árinu á undan. Íbúaskiptum fylgja jafnan margvísleg viðhaldsverkefni og úttektir auk endurnýjana og verkstjórnar. Búseturéttarhafar höfðu margir hverjir augastað á endurbótum á árinu sem leið sem eignaumsjón Búseta aðstoðaði við eftir fremsta megni.

Verkbeiðnir

Í takt við aukningu í eigendaskiptum í búseturéttar- og leiguíbúðum okkar varð fjölgun í verkum vegna íbúaskipta. Einnig hefur orðið mikil aukning í umsvifum vegna stækkandi eignasafns, ekki síst vegna talsverðs átaks í eftirfylgd og gagnavinnslu í gæðakerfi eignaumsjónar. Gæðakerfið tryggir aukinn rekjanleika upplýsinga og að eftirfylgd verkefna sé í föstum skorðum allt til verkloka.

Þróun og nýframkvæmdir

Á árunum 2018-2021 lauk Búseti byggingu 418 nýrra íbúða. Á árunum 2022-2024 munu 109 bætast við eignasafnið.

Hvað skiptir máli þegar Búseti byggir?

Lykilatriði í uppbyggingarverkefnum Búseta er að velja aðferðir og byggingarefni sem standast tímans tönn. Hérlendis er það tiltölulega óvanalegt að byggingaraðili fylgi byggingum eftir sem rekstraraðili en slík er raunin hjá Búseta. Einnig er unnið markvisst að deililausnum og hönnunarútfærslur eru samnýttar og betrumbættar jafnt og þétt milli byggingarverkefna. Því er til staðar sterkur hvati hjá félaginu að byggja hagkvæmt til langs tíma en félagið býr vel að áratuga langri reynslu í rekstri bygginga.

Við hönnun og rekstur húsbygginga er mikilvægt að tryggja góða einangrun, loftgæði og heilnæma innivist.

Eitt það mikilvægasta í rekstri húsbygginga er að tryggja góða einangrun, loftgæði og heilnæma innivist en öll þessi atriði fylgjast að. Búseti notar sérstakan öndunardúk milli útveggjaeinangrunar og klæðningar í nýbyggingarverkefnum sínum. Dúkurinn varnar því að raki komist að steypunni sjálfri og dregur úr líkum á myndun kuldabrúa.

Það skiptir máli að vanda valið þegar kemur að innviðum fasteigna. Búseti leitast við að kaupa til nýbyggingaverkefna umhverfisvottaðar og endingargóðar vörur með líftímanálgun að leiðarljósi.