Nattura

Sjálfbærni

Samfélag og umhverfi

Græn búseta

Búseti vill vera til fyrirmyndar í umhverfismálum. Við erum með vistvænar áherslur í rekstrinum undir kjörorðinu Græn búseta.

Heimsmarkmiðin sem við höfum valið að vinna eftir eru:

Markmið Búseta í umhverfismálum grundvallast á eftirfarandi þáttum:

Þessu höfum við m.a. komið til leiðar í umhverfismálum ...

Sjálfbærniuppgjör Búseta

Skýrsla og áritun framkvæmdastjóra

Búseti starfar með sjálfbærni að leiðarljósi og leggur áherslu á að draga úr kolefnisspori félagsins og leggja sitt að mörkum til að draga úr umhverfisáhrifum starfseminnar.

Skýrsla og áritun framkvæmdastjóra vegna sjálfbærniuppgjörs Búseta fyrir árið 2021 er í samræmi við ESG-leiðbeiningar sem Nasdaq á Íslandi og Norðurlöndunum gáfu út á árinu 2019, leiðbeiningum sem settar voru fram árið 2015 af Sameinuðu þjóðunum, samtökum um sjálfbærar kauphallir (Sustainable Stock Exchange Initiative) og vinnuhópi hjá Alþjóðasamtökum kauphalla (World Federation of Exchange). Einnig er vísað í tilheyrandi viðmið GRI Standard (e. Global Reporting Initiative, GRI100-400) og meginviðmið (e. Reporting Principles, P1-10) alþjóðasáttmála Sameinuðu Þjóðanna (United Nations Global Compact, UNGC).

Búseti notar stafræna tækni til að tryggja rekjanleika, gagnsæi og skilvirkni við söfnun gagna og miðlun upplýsinga sem tengjast umhverfismálum. Með því að haga starfsemi Búseta á samfélagslega ábyrgan hátt látum við gott af okkur leiða um leið og við stuðlum að heilbrigðum vexti sem er til hagsbóta fyrir félagsmenn og samfélagið í heild.

Framkvæmdastjóri staðfestir hér með sjálfbærniuppgjör félagsins fyrir tímabilið 1. janúar til 31. desember 2021 með undirritun sinni.

Reykjavík, 16. maí 2022

Bjarni Þór Þórólfsson framkvæmdastjóri, Búseti hsf.

UMHVERFISSTEFNA BÚSETA

Áritun Klappa

Áritunaraðili: Dr. Jón Ágúst Þorsteinsson
Verkefnastjóri: Kristinn Logi Auðunsson

Sjálfbærniuppgjör Búseta fyrir árið 2021 er gert í samræmi við ESG leiðbeiningar sem Nasdaq á Íslandi og Norðurlöndunum gáfu út á árinu 2019. Þessar leiðbeiningar eru byggðar á tillögum sem settar voru fram árið 2015 af Sameinuðu þjóðunum, Samtökum um sjálfbærar kauphallir (Sustainable Stock Exchange Initiative) og vinnuhópi hjá Alþjóðasamtökum kauphalla (World Federation of Exchange). Einnig er vísað í tilheyrandi viðmið GRI Standard (e. Global Reporting Initiative, GRI100-400) og meginviðmið (e. Reporting Principles, P1-10) alþjóðasáttmála Sameinuðu þjóðanna (United Nations Global Compact, UNGC).

Klappir hafa aðstoðað við gerð sjálfbærniuppgjörsins, sem byggist á þeim upplýsingum sem Klappir hugbúnaðurinn hefur safnað saman yfir árið. Sjálfbærniuppgjörið hefur að geyma allar helstu upplýsingar um umhverfisþætti, félagslega þætti og stjórnarhætti Búseta. Klappir skipuleggja og haga vinnu sinni í samræmi við meginreglur Greenhouse Gas Protocol aðferðafræðinnar: Viðeigandi, nákvæmni, heilleiki, samræmi og gagnsæi.

Gögn Búseta eru yfirfarin og metin eftir bestu vitund og nákvæmustu upplýsingum hverju sinni, að undanskildum gögnum tengdum félagslegum þáttum og stjórnarháttum. Klappir bera ekki ábyrgð á fjárfestingarákvörðunum sem teknar eru á grundvelli þeirra upplýsinga sem hér birtast.

Reykjavík, 16. maí 2022

Dr. Jón Ágúst Þorsteinsson forstjóri, Klappir

Skipulags- og rekstrarmörk

Um fyrirtækið

Búseti er húsnæðissamvinnufélag að norrænni fyrirmynd, rekið án hagnaðarsjónarmiða og í eigu félagsmanna hverju sinni. Markmið félagsins er að stula að öruggum búsetukostum þar sem unnið er að hagsmunum félagsmanna með sjálfbærni og langtímahugsun að leiðarljósi. Eignasafn félagsins telur ríflega 1200 fasteignar víðast hvar um Höfuðborgarsvæðið.

Skipulagsmörk

Við gerð uppgjörs Búseta hefur „Operational Control“ aðferðafræðin orðið fyrir valinu. Samkvæmt henni gerir fyrirtæki grein fyrir allri losun gróðurhúsalofttegunda frá þeim rekstrareiningum sem það hefur yfirráð yfir. Fyrirtækið gerir ekki grein fyrir losun gróðurhúsalofttegunda frá þeim rekstrareiningum sem það hefur ekki yfirráð yfir þrátt fyrir að það eigi hagsmuna að gæta af rekstri þeirra.

Undir uppgjör Búseta fellur rekstur eftirfarandi lögaðila:

  • Búseti hsf.
  • Leigufélag Búseta

Rekstrarmörk

Umfang 1

Losun vegna eldsneytisnotkunar farartækja í eigu og/eða rekstri Búseta

Umfang 2

Losun vegna raforkunotkunar í starfsstöð Búseta

Losun vegna notkunar á hitaveitu í starfsstöð Búseta

Umfang 3

Losun vegna meðhöndlunar og flutninga á úrgangi frá rekstri höfuðstöðva Búseta

Losun frá flugferðum starfsmanna vegna vinnu

Viðmiðunarár

Viðmiðunarár Búseta er 2019

Lykilþættir

Kolefnisuppgjör (E1): Losunarbókhald Búseta nær utan um alla þá losun sem fellur undir umfang 1 og 2. Þeir liðir í umfangi 3 sem losunarbókhaldið tekur til er losun frá rekstrarúrgangi ásamt losun sem rekja má til vinnutengdra flugferða starfsmanna.

Árið 2021 nam heildarlosun Búseta 17 tonnum koltvísýringsígilda (tCO2-íg) og hefur hún því dregist saman um 6,6% á milli ára. Að mestu má rekja samdrátt í heildarlosun Búseta til fækkun flugferða og minni eldsneytisnotkunar.

Losunarkræfni (E2): Losunarkræfni tekna var 5,38 kgCO2í/milljón ISK árið 2021, en það er 43,7% lækkun frá grunnári. Losunarkræfni á fermetrastærð eignasafns var 0,17 kgCO2í/m2, en það er 29,2% lækkun frá grunnári.

Orkunotkun (E3): Heildarorkunotkun Búseta nam 159.542 kWst. Orkunotkun samanstendur af rafmagns-, heitavatns-, og eldsneytisnotkun. Óbein orkunotkun vegna rafmagns og heitavatnsnotkunar nam 95.487 kWst.

Kolefnisjöfnun: Búseti hefur kolefnisjafnað kjarnarekstur sinn með mótvægisaðgerðum með fjárfestingu í skógrækt á vegum Kolviðar. Samtals mótvægisaðgerðir jafngilda 17 tCO₂í.

Rekstrarbreytur Eining 2019 2020 2021
Heildartekjur m. ISK 2.186 2.741 3.155
Eignir alls m. ISK 46.551 52.029 63.878
Eigið fé alls m. ISK 16.714 19.472 28.051
Fjöldi stöðugilda m. stjórn starfsgildi 13,7 14,4 18
Heildarrými fyrir eigin rekstur 420,6 420,6 420,6
Heildarrými eignasafns 88.813 92.792 99.226
Heildarfjöldi eigna í eignasafni fjöldi 975 1.134 1.140
Árangursmælikvarði félags Eining 2019 2020 2021
Losunarkræfni orku kgCO₂í/MWst 141,7 120,0 106,3
Þróun losunarkræfni orku % 26 -15,3 -11,4
Losunarkræfni starfsmanna kgCO₂í/stöðugildi 1.524,7 1.265,1 942,2
Þróun losunarkræfni starfsmanna % 42 -17 -25,5
Losunarkræfni eigna kgCO₂í/milljón 0,4 0,4 0,3
Þróun losunarkræfni eigna % 33,3 0 -25
Losunarkræfni tekna kgCO₂í/milljón 9,55 6,65 5,38
Þróun losunarkræfni tekna % 70 -30,4 -19,1
Losunarkræfni á hvern fermetra starfsstöðvar kgCO₂í/m² 49,7 43,3 40,3
Þróun losunarkræfni á fermetra starfsstöðvar % 50 -12,8 -6,9
Nasdaq: E2|UNGC: P7, P8|GRI: 305-4 |SDG: 13|SASB: General Issue / GHG Emissions, Energy Management
Losun gróðurhúsalofttegunda Eining 2019 2020 2021
Umfang 1 (eldsneytisnotkun bifreiða) tCO₂í 18 17,2 15,8
Umfang 2 (landsnetið: rafmagn & hitaveita) tCO₂í 0,7 0,8 0,9
Umfang 3 (úrgangur & flugferðir) tCO₂í 2,2 0,3 0,3
Kolefnisspor án mótvægisaðgerða tCO₂í 20,9 18,2 17,0
Samtals mótvægisaðgerðir tCO₂í 0 18,2 17,0
Kolefnisspor með mótvægisaðgerðum tCO₂í 20,9 0 0
Nasdaq: E1|UNGC: P7|GRI: 305-1,305-2,305-3|SASB: General Issue / GHG Emissions|TCFD: Metrics & Targets
Orkunotkun Eining 2019 2020 2021
Heildarorkunotkun í þúsundum kWst 147.4 151.8 159.5
Þar af orka frá jarðefnaeldsneyti kWst 71.003 70.029 64.055
Þar af orka frá rafmagni kWst 16.711 16.721 18.597
Þar af orka frá heitu vatni kWst 59.682 65.018 76.891
Bein orkunotkun kWst 71.003 70.029 64.055
Óbein orkunotkun kWst 76.393 81.739 95.487
Nasdaq: E3|UNGC: P7, P8|GRI: 302-1, 302-2|SDG: 12|SASB: General Issue / Energy Management
Orkukræfni Eining 2019 2020 2021
Orkukræfni starfsmanna kWst/stöðug. 10.759 10.539 8.863
Orkukræfni tekna kWst/milljón 67,4 55,4 50,6
Orkukræfni á fermetra kWst/m² 350,4 360,8 379,3
Nasdaq: E4|UNGC: P7, P8|GRI: 302-3|SDG: 12|SASB: General Issue / Energy Management
Samsetning orku Eining 2019 2020 2021
Jarðefnaeldsneyti % 48,2 46,1 40,1
Kjarnorka % 0 0 0
Endurnýjanleg orka % 51,8 53,9 59,9
Umhverfisstarfsemi Eining 2019 2020 2021
Fylgir fyrirtækið formlegri umhverfisstefnu? já/nei Nei Nei
Fylgir fyrirtækið sérstökum úrgangs-, vatns-, orku- og/eða endurvinnslustefnum? já/nei Nei Nei
Notar fyrirtækið þitt viðurkennt orkustjórnunarkerfi? já/nei Nei Nei Nei
Loftslagseftirlit / stjórn Eining 2019 2020 2021
Hefur stjórn þín eftirlit með og/eða stjórnar loftslagstengdri áhættu? já/nei
Loftslagseftirlit / stjórnendur Eining 2019 2020 2021
Hefur framkvæmdastjórn yfirumsjón með og/eða stýrir loftslagstengdri áhættu? já/nei
Viðskiptaferðir Eining 2019 2020 2021
Losun vegna viðskiptaferða tCO₂í 1,7 0 0
Flug tCO₂í 1,7 0 0
Ferðir starfsmanna til og frá vinnu Eining 2019 2020 2021
Endurgreiðir fyrirtækið vistvænan ferðamáta starfsmanna? já/nei Nei
Helstu orkugjafar Eining 2019 2020 2021
Samtals eldsneytisnotkun í kg kg 5.923 5.831 5.330
Bensín kg 2.012, 2.371 2,288
Dísilolía kg 3.910,2 3.460 3.042
Rafmagn kWst - - 195
Mótvægisaðgerðir Eining 2019 2020 2021
Samtals mótvægisaðgerðir tCO₂í 0 18,2 17,0
Mótvægisaðgerðir með skógrækt tCO₂í 0 18,2 17,0
Kolefnisgjöld Eining 2019 2020 2021
Kolefnisgjald, gas- og dísilolía ISK/lítra 10,4 11,45 11,75
Kolefnisgjald, bensín ISK/lítra 9,1 10 10,25
Kolefnisgjald, eldsneyti ISK/kg 12,8 14,1 14,45
Kolefnisgjald, hráolía o.s.frv. ISK/kg 11,4 12,55 12,85
Samtals kolefnisgjald (ESR) ISK 72.258 78.219 77.018
Launahlutfall forstjóra Eining 2019 2020 2021
Laun framkv.stj. (X) sem hlutfall af miðgildi launa starfsmanna í fullu starfi X:1 2,34 2,32 2,46
Miðgildi heildarlauna karla (X) sem hlutfall af miðgildi heildarlauna kvenna X:1 1,33 1,17 1,16
Kynjafjölbreytni Eining 2019 2020 2021
Starfsmannafjöldi fjöldi 14 15 16
Hlutfall kvenna í fyrirtækinu % 46 43 50
Konur fjöldi 6 7 8
Karlar fjöldi 7 8 8
Fylgir fyrirtækið þitt stefnu er varðar kynferðislegt áreiti og/eða jafnrétti? já/nei
Barna- og nauðungarvinna Eining 2019 2020 2021
Framfylgir fyrirtækið stefnu gegn barnaþrælkun? já/nei -
Framfylgir fyrirtækið stefnu gegn nauðungarvinnu? já/nei -
Ef já, nær stefnan gegn barna- og/eða nauðungarv. einnig til birgja og seljenda? já/nei -
Mannréttindi Eining 2019 2020 2021
Hefur fyrirtækið birt og framfylgt mannréttindastefnu? já/nei -
Ef já, nær mannréttindastefnan til birgja og framleiðenda? já/nei - -
Kynjahlutfall í stjórn Eining 2019 2020 2021
Hlutfall kvenkyns stjórnarmeðlima (samanborið við karla) % 40 40 40
Hlutfall kvenkyns nefndarformanna (samanborið við karla) % 0 0 0
Óhæði stjórnar Eining 2019 2020 2021
Bannar fyrirtækið forstjóra að sinna stjórnarformennsku? já/nei
Hlutfall óháðra stjórnarmanna % 100 100 100
Kaupaukar Eining 2019 2020 2021
Fá framkvæmdastjórar formlegan kaupauka fyrir að ná árangri á sviði sjálfbærni? já/nei Nei Nei Nei
Kjarasamningar Eining 2019 2020 2021
Hlutfall starfsmanna sem falla undir almenna kjarasamninga % 100 100 100
Siðareglur birgja Eining 2019 2020 2021
Ber seljendum fyrirtækisins og birgjum þess að fylgja siðareglum? já/nei Nei
Siðferði og aðgerðir gegn spillingu Eining 2019 2020 2021
Framfylgir fyrirtækið siðareglum og/eða stefnu gegn spillingu og mútum? já/nei Nei
Persónuvernd Eining 2019 2020 2021
Framfylgir fyrirtækið persónuverndarstefnu? já/nei
Hefur fyrirtækið þitt hafist handa við að fylgja GDPR reglum? já/nei
Sjálfbærniskýrsla Eining 2019 2020 2021
Birtir fyrirtækið sjálfbærniskýrslu? já/nei Nei
Ef já: Inniheldur sjálbærniskýrslan kafla um félagslega þætti, stjórnarhætti og umhverfisþætti já/nei -
Inniheldur skýrslugjöf fyrirtækisins til stjórnvalda gögn um sjálfbærni? já/nei - Nei Nei
Starfsvenjur við upplýsingagjöf Eining 2019 2020 2021
Veitir fyrirtækið þitt upplýsingar um sjálfbærni til viðurkenndra aðila með skipulögðum hætti? já/nei
Leggur fyrirtæki þitt áherslu á tiltekin heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun (UN SDGs)? já/nei Nei
Setur fyrirtækið þitt markmið og gefur skýrslu um framvindu heimsmarkmiða SÞ? já/nei Nei Nei Nei
Gögn tekin út/sannreynd af ytri aðila Eining 2019 2020 2021
Er upplýsingagjöf um sjálfbærni tryggð eða staðfest af þriðja aðila? já/nei

Skilgreiningar

Losunarkræfni

Tölur um losunarkræfni eru byggðar á samanlögðu umfangi 1, umfangi 2 og umfangi 3. Losunarkræfni reiknast sem losun gróðurhúsalofttegunda á valda rekstrarþætti og er sett fram sem tCO2í á einingu (svo sem tCO₂í á móti heildartekjum). Mælikvarðarnir mæla og bera losun fyrirtækisins saman við stærð rekstrarins.

Bein og óbein orkunotkun

Heildarorkunotkun tekur til allrar orku sem nýtt er af fyrirtækinu, að meðtöldu því eldsneyti sem notað er á ökutæki fyrirtækisins (umfang 1) og orku frá rafveitum og heitu vatni (umfang 2). Orkunotkunin er sett fram í kílówattstundum (kWst).

Orkukræfni

Orkukræfni reiknast sem heildarorkunotkun deilt í valda rekstrarþætti og er sett fram sem kWst á einingu (svo sem kWst á starfsmann í fullu stöðugildi). Mælikvarðarnir eru notaðir til að mæla orkunýtni og bera orkunotkun fyrirtækisins saman við stærð rekstrarins.

Úrgangskræfni

Úrgangskræfni reiknast sem heildarmagn úrgangs deilt í valda rekstrarþætti og er sett fram sem kg á einingu (svo sem kg á starfsmann í fullu stöðugildi).

Umfang 2 (landsnet)

Losun í umfangi 2 (landsnet) (e. Scope 2 - Location-based) er óbein losun vegna framleiðslu notaðrar orku, þar sem að losun vegna orkunotkunar er áætluð útfrá meðallosun frá viðeigandi dreifikerfi orku innan uppgjörstímabils. Miðað við aðferðafræði GHG Protocol skal fyrirtæki birta losun í umfangi 2 (landsnet).

Úrgangur frá rekstri

Förgun og meðhöndlun á úrgangi mynduðum í rekstri fyrirtækis innan uppgjörstímabils.

Orkustjórnunarkerfi

Með orkustjórnunarkerfi er átt við stöðluð orkustjórnunarkerfi s.s. ISO 50001.

Klappir grænar lausnir hf.

Skýringar

1) Útreikningar á losun vegna rafmagnsnotkunar byggjast á meðallosun frá framleiðslu rafmagns á Íslandi, sem birt er í Landsskýrslu um losun gróðurhúsalofttegunda (Icelandic National Inventory Report) og er gefin út af Umhverfisstofnun. Samkvæmt upprunaábyrgðum raforkusala notaði Búseti 100% endurnýjanlega raforku árið 2021.

2) Rafmagnsnotkun í höfuðstöðvum Búseta er áætluð miðað við hlutfall af heildarnotkun húsnæðisins miðað við fermetrafjölda, en Búseti deilir húsnæði með öðrum rekstri.

3) Heitavatnsnotkun í höfuðstöðvum Búseta er áætluð miðað við hlutfall af heildarnotkun húsnæðisins miðað við fermetrafjölda, en Búseti deilir húsnæði með öðrum rekstri.

4) Umhverfisstefna Búseta er aðgengileg á vefsíðu félagsins.
Umhverfisstefna Búseta

5) Í umhverfisstefnu Búseta er fjallað sérstaklega um úrgangs- og orkumál.

6) Stefna Búseta gegn einelti, áreitni og ofbeldi fjallar um kynferðislegt áreiti og kynbundið ofbeldi, ásamt því tekur mannréttinda- og mannauðsstefna Búseta fyrir hvers kyns kynbundna mismunun.
Stefna gegn einelti, áreitni og ofbeldi
Mannréttindi og mannauður

7) Heilsu- og öryggisstefna Búseta er aðgengileg á vefsíðu félagsins.
Heilsu- og öryggisstefna

8) Í mannréttinda- og mannauðsstefnu Búseta, sem byggð er á 10 meginreglum Sameinuðu þjóðanna um mannréttindi, vinnumarkað, umhverfismál og aðgerðir gegn spillingu, er tekið fram að afnám allrar nauðungar-, þrælkunar-, og barnavinnu skuli vera tryggt.
Mannréttindi og mannauður

9) Mannréttinda- og mannauðsstefna Búseta er aðgengileg á heimasíðu félagsins.
Mannréttindi og mannauður

10) Siðareglur Búseta eru aðgengilegar á vefsíðu félagsins.
Siðareglur

11) Persónuverndarstefna Búseta er aðgengileg á vefsíðu félagsins.
Persónuverndarstefna