Lupine

Fjárhagur

Uppgjör og lykiltölur

Vaxandi félag

Rekstrarniðurstaða ársins endurspeglar styrk Búseta

Byggingarverkefni á vegum Búseta á síðustu árum hafa fært félaginu margvísleg verðmæti, ekki síst með aukinni flóru fasteigna sem félagsmönnum standa til boða á áhugaverðum stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Nýbyggingaverkefni Búseta hafa staðist áætlanir hvað varðar tíma og fjárhag og standast tímans tönn þegar kemur að hönnun og útfærslu.

Fjárhagur Búseta er traustur, virði eignasafnins hefur aukist og skuldsetning er hófleg. Rekstur Búseta gekk vel á árinu 2021 og er heildarniðurstaða ársins í samræmi við áætlanir og væntingar.

Starfshættir til fyrirmyndar

Frá árinu 2020 hefur verið gerð úttekt á starfsemi Búseta hvað varðar umhverfis- félags- og stjórnarhætti (UFS) í samstarfi við Reitun. Búseti fékk 74 stig af 100 mögulegum í UFS mati Reitunar. Það er vel ofan meðaltals í öllum flokkum í samanburði við aðra innlenda útgefendur skuldabréfa sem hafa farið í gegnum UFS greiningu hjá Reitun.

Einnig hefur Búseti átt samstarf við ráðgjafarsvið EY (Ernst og Young) til að gera úttekt á fjárhag, starfsemi og skuldbindingum félagsins í samræmi við lög um um húsnæðissamvinnufélög. Úttektir sem þessar snúa m.a. að því að varpa ljósi á að félagið sé sjálfbært til lengri tíma. Einnig felur slík úttekt í sér skoðun á útgreiðslum félagsins. Þannig er m.a. gengið úr skugga um að hjá félaginu sé ekki um að ræða útgreiðslu arðs eða hvers konar ígildi arðs. Helstu niðurstöður þessarar könnunar eru þær að félagið viðhefur heilbrigða stjórnarhætti og stendur á traustum fótum um leið og fjárhagsstaða þess hefur styrkst.

Starfsemi og rekstur Búseta og Leigufélags Búseta þykja til fyrirmyndar og félögin eru meðal þeirra sem hlutu viðurkenningar frá CreditInfo og Viðskiptablaðinu á síðasta ári líkt og fyrri ár.

Lykiltölur úr rekstri


Eignir

Heildareignir Búseta aukast um 23% á milli ára og hafa tvöfaldast á síðastliðnum fimm árum.


Eignir og eigið fé

Eiginfjárhlutfall hefur aukist undanfarin ár og var 43,9% í árslok 2021 sem sýnir styrk samstæðunnar.



Rekstrarkostnaður
Eftirfarandi súlurit sýnir þróun rekstrarkostnaðar samstæðu í samhengi við fjölgun eigna.

Lykiltölur samstæðureiknings

LYKILTÖLUR REKSTRAR 2021 2020
Rekstrartekjur 2.278.522 2.023.968
Tekjur vegna sölu búseturétta 828.614 663.787
Rekstrarkostnaður eigna (671.998) (516.037)
Skrifstofu- og stjórnunarkostnaður (185.686) (176.605)
Rekstrarafkoma 2.275.650 2.024.555
Matsbreyting 10.527.795 2.991.956
Fjármagnsliðir (2.043.409) (1.557.264)
Afkoma ársins 8.579.003 2.757.578
LYKILTÖLUR EFNAHAGS 2021 2020
Fasteignir og lóðir 63.013.456 48.561.460
Nýbyggingar í vinnslu 198.615 2.618.175
Handbært og bundið fé 417.046 559.402
Heildareignir 63.878.490 52.028.957
Eigið fé 28.051.043 19.472.039
Skuldir við lánastofnanir 27.207.794 26.042.915
Eiginfjárhlutfall 43,9% 37,4%
Eignir samtals, breyting milli ára 23% 12%
Veðhlutfall 43% 50%